Fjölskyldumiðuð þjónusta

Fjölskyldumiðuð þjónusta (e. Family centred service):

Fjölskyldumiðuð þjónusta er sú nálgun sem er í flestum vestrænum löndum talin sú ákjósanlegasta í  þjónustu við börn með sérþarfir. Hugmyndafræðin er sprottin af nýjum viðhorfum og skilningi á fötlunarhugtakinu og rannsóknum á því hvaða væntingar foreldrar hafa til þjónustu við börn sín.

Fjölskyldumiðuð þjónusta samanstendur af gildum, viðhorfum og framkvæmd þjónustu fyrir börn með sérþarfir og fjölskyldur þeirra. Til grundvallar liggur sú vitneskja að til að auka lífsgæði barnsins þarf ekki eingöngu að vinna með barninu sjálfu heldur einnig með foreldrum þess og nánustu fjölskyldu. Fjölskyldan er kjölfestan í lífi barnsins, hún þekkir barnið og þarfir þess best. Hlutverk þjónustuveitenda er að veita áreiðanlegar upplýsingar og stuðning til að fjölskyldur geti tekið upplýstar ákvarðanir, skilgreint hvað þær þurfa og hvað er brýnast að vinna með. Fagfólk vinnur síðan með fjölskyldum að því sem þær setja sjálfar í forgang. Fjölskyldumiðuð þjónusta er því fyrirheit um samvinnu sem byggir á gagnkvæmri virðingu og nýtir allt það besta frá barninu, fjölskyldunni og fagfólki til að stuðla að bættum lífsgæðum fyrir barnið og fjölskylduna.

Í fjölskyldumiðaðri þjónustu er lögð áhersla á að efla foreldra og aðra umönnunaraðila og styðja þá til að hjálpa barninu að takast á við verkefni sem það stendur frammi fyrir í daglegu lífi.  Fagmenn taka ekki ráðin í sínar hendur og það er ekki þeirra hlutverk að ákveða hvað fólki er fyrir bestu. Lífsgæði og virk þátttaka barnsins er takmark þjónustunnar sem beinist ekki síður að því að aðlaga umhverfi og aðferðir en að draga úr líkamlegri skerðingu. Þannig er ekki einungis horft á það sem barnið getur ekki heldur lögð rík áhersla á að virkja það sem býr í hverjum og einum og leita leiða til að nýta styrkleikana til fulls.

Smelltu hér til að skoða forsendur, meginreglur og þætti fjölskyldumiðaðrar þjónustu.

 

Líkan um æviskeið og þjónustuþörf (e. The Life Needs Model):

Líkanið um æviskeið og þjónustuþörf (Lífsþarfalíkanið ) er gagnreynt þjónustulíkan sem hefur það að markmiði að efla þátttöku og bæta lífsgæði barna og ungmenna með sérþarfir. Það leiðir saman fjölskyldumiðaða nálgun og hugmyndir um að þjónusta skuli veitt með úrræðum sem koma til móts við þarfir barnsins á mismunandi aldursskeiðum. Gert er ráð fyrir að þjónusta sem er uppbyggð á þann hátt gefi barninu ríkulegustu tækifærin til að eflast á sviðum sem eru mikilvæg fyrir virka þátttöku þess í samfélaginu og lífsgæði. Lífsþarfalíkanið er samfélagsmiðað (e. community based) og leggur áherslu á samvinnu allra sem að barninu koma og miðlun upplýsinga, þekkingar og færni þeirra á milli. Það er því gagnlegt til að samþætta þjónustu mismunandi stofnana og kerfa.

Smelltu hér til að skoða líkan um æviskeið og þjónustuþörf

 

Heimildir:

King, S., Teplicky, R., King, G., Rosenbaum, P. (2004). Family-Centred Service for Children with Cerbral Palsy and Their families: A review of the Literature. Seminars in Pediatric Neurology, 11(1), 78-86.

King, G., Tucker, M.A., Baldwin, P.j., LaPorta, J.A. (2006). Bringing the Life Needs Model to Life: Implementing a Service Delivery Model for Pediatric Rehabilitaion. Physical & Occupational Therapy in Pediatrics, 26(1/2), 43-70.

King, G., Tucker, M.A., Baldwin, P.j., Lowtry, K., LaPorta, J.A., Martens, L. (2002). A Life Needs Model of pediatric service delivery: Services to support community participation and quality of life  for children and youth with disabilities. Physical & Occupational Therapy in Pediatrics, 22(2), 53-77.

Law, M., Rosenbaum, P. King, G., King, S., Burke-Gaffey, J., Moning-Szkut, T., Kerttoy, M. Pollock, N., Viscardis, L., Teplicy, R. (2003). What is Family-Centred Service?Canchild Centre for Childhood Disability Reasearch, McMaster University.http://www.canchild.ca/Portals/0/education_materials/pdf/FCSSheet1.pdf

Law, M., Rosenbaum, P. King, G., King, S., Burke-Gaffey, J., Moning-Szkut, T., Kerttoy, M. Pollock, N., Viscardis, L., Teplicy, R. (2003). How Does Family-Centred Service Make a Difference? Canchild Centre for Childhood Disability Reasearch, McMaster University.http://www.canchild.ca/Portals/0/education_materials/pdf/FCSSheet3.pdf

Rosenbaum, P., King, S., Law, M., King, G., Evans, J. (1998). Family-Centred service: A Conceptual framwork and Reasearch Review. Physical & Occupational Therapy in Pediatrics, 18(1), 1-20.

 

Áhugaverðar heimasíður:

 

CanChild Centre for Childhood Disability Research

Novita Children's Services