Hjálpartæki

Sum börn þurfa hjálpartæki til að geta tekið þátt í ýmsum athöfnum daglegs lífs. Að finna rétta búnaðinn getur verið tímafrekt og vandasamt verk. Þjálfarar á Æfingastöðinni vinna með fjölskyldunni að því að greina þarfir, leita að tækjum sem uppfylla þær kröfur sem gerðar eru og prófa hjálpartækið ef kostur er á. Þjálfarar senda síðan umsókn um styrk til kaupa á hjálpartækinu til Hjálpartækjamiðstöðvar Sjúkratrygginga Íslands.

Það tekur um 2-5 vikur að fá svar við umsókninni en um leið og jákvætt svar hefur borist er tækið pantað og þá gæti biðtími eftir því farið í  nokkrar vikur til viðbótar.

Hjálpartæki þarf oft að aðlaga að hverjum og einum. Einnig þarf að leiðbeina um notkun þeirra á heimili og í skólanum eða leikskólanum. Notkun og þörf  fyrir hjálpartæki þarf að endurskoða reglulega sérstaklega þegar börn eru að vaxa og þroskast hratt.