Þverfagleg móttaka

Börn með stoðkerfisvandamál sem eru skjólstæðingar Æfingastöðvarinnar eiga kost á að hitta bæklunarlækni, stoðtækjafræðingi, sjúkraþjálfara og iðjuþjálfa á Æfingastöðinni á sama tíma í svokallaðri þverfaglegri móttöku. Hver móttaka tekur um 30 mínútur.

Tilgangurinn er að fylgjast markvisst með líkamlegu ástandi barnsins og hafa samráð um þörf fyrir hjálpartæki eða inngrip bæklunarlæknis. Móttökur eru haldnar eftir hádegi annan hvern fimmtudag. Guðbjörg Eggertsdóttir sjúkraþjálfari hefur umsjón með móttökunum en þjálfarar barnsins hafa milligöngu um tímapantanir.

Smelltu hér til að nálgast nánari upplýsingar um stoðkerfismóttökur.