Gjaldskrá

Æfingastöðin veitir þjónustu á grundvelli þjónustusamnings Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra við Sjúkratryggingar Íslands. Samningurinn kveður á um að Æfingastöðin veiti skjólstæðingum sínum alhliða og sérhæfða meðferð og vinni að faglegri þróun og aukinni þekkingu í hæfingu og endurhæfingu. Æfingastöðinni ber að nýta vel það fé sem Sjúkratryggingar Íslands greiða vegna samningsins og uppfylla ákveðnar gæðakröfur samkvæmt gæðaáætlun Velferðarráðuneytisins.

Sjúkratryggingar Íslands taka þátt í kostnaði við sjúkra- og iðjuþjálfun fyrir alla sjúkratryggða einstaklinga á Íslandi. 

Sjúkratrygginar Íslands niðurgreiða þjónustuna að fullu fyrir börn og ungmenni að 18 ára aldri.

Einstaklingar yfir 18 ára sem þurfa á sjúkraþjálfun að halda bera hluta af kostnaði sjálfir. Niðurgreiðslukerfið er byggt á mánaðarlegri hámarksfjárhæð fyrir heilbrigðisþjónustu. Greiðsluseðlar birtast mánaðarlega í heimabanka nema samið hafi verið um annað.

Ef ekki er mætt i skráðan tíma og ekki látið vita af forföllum er innheimt forfallagjald, 4000kr.

 

Gjaldskrá fyrir æfingar í sal og sundlaug (f. eldri en 18 ára)

Stakur tími með sjúkraþjálfara  þar sem kennt er á tækin og prógramm útbúið - 5000kr.

Æfingar án handleiðslu þjálfara

Sjálfsæfingar  í sal,  skjólstæðingar eru á eigin ábyrgð í salnum. 300kr hvert skipti

Sjálfsæfingar í laug, skjólstæðingar eru á eigin ábyrgð í laug, þó er öryggisvarsla við laugina. 300kr hvert skipti

15 skipta klippikort - 4500kr kortið

30 skipta klippikort - 9000kr kortið

Ef skjólstæðingur þarf einhverja aðstoð til dæmis í búningsklefa er greitt aukalega fyrir það og þá klippt 2x af korti.