Árið 1956 hóf Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra rekstur Æfingastöðvarinnar. Tilgangur starfseminnar var að bjóða uppá endurhæfingarþjónustu fyrir fólk sem hafði misst hreyfifærni vegna mænuveiki.
Breyttar þarfir, aukin þekking og ný viðhorf hafa í áranna rás ýtt undir stöðuga uppbyggingu og þróun á Æfingastöðinni og styrkt stöðu hennar sem miðstöð þekkingar og þjónustu við börn og ungmenni með skerta færni.
- 1956
Starfsemi Æfingastöðvar Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra hefst að Sjafnargötu 14 í Reykjavík.
- 1968
Starfsemin flytur í núverandi húsnæði að Háaleitisbraut 13.
- 1972
Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra hefur rekstur leikskóla fyrir fötluð börn í húsakynnum Æfingastöðvar Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra.
- 1982
Viðbygging við Háaleitisbrautina tekin í notkun. Húsnæðið stækkaði úr 700m2 í 1600m2.
- 1997
Ný og fullkomin sundlaug var tekin í notkun.
- 2000
Útibú Æfingastöðvar Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra í Hafnarfirði tók til starfa í samstarfi við Hafnarfjarðarbæ.
- 2000
Samstarf við Öskjuhlíðaskóla um þjónustu sjúkraþjálfara og iðjuþjálfa í skólanum.
- 2001
Þjónustusamningur til fimm ára gerður við Heilbrigðisráðuneytið í fyrsta sinn.
- 2007
Innleiðing fjölskyldumiðaðarar þjónustu á Æfingastöðinni hefst
- 2009
Nafninu breytt í Æfingastöðin og nýtt merki tekið í notkun. Samstarfssamningar gerðir við helstu samstarfsaðila.