Iðjuþjálfun

Iðjuþjálfar leggja áherslu á að efla færni sem tengist iðju barna. Með aukinni færni er barninu gert mögulegt að taka þátt í leik og daglegum viðfangsefnum sem hafa þýðingu fyrir það. Iðjuþjálfar vinna í nánu samstarfi við börn og ungmenni, fjölskyldur þeirra og aðra sem veita þeim þjónustu.

Iðjuþjálfun fer fram á Æfingastöðinni að Háaleitisbraut 13 og í Íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði.

Þjónusta iðjuþjálfa:

  • Eigin umsjá - klæðnaður, snyrting, borðhald
  • Fínhreyfifærni - grip, handbeiting, vinnulag
  • Félagsfærni - þátttaka, samskipti, sjálfsmynd
  • Tómstundaiðja - virk þátttaka, áhugi, ánægja
  • Skynjun - upplifun, viðbrögð, aðstæður
  • Aðlögun umhverfis - skipulag, vinnuumhverfi, líkamsstaða
  • Tölvuvinna - tjáskipti, forrit, sérbúnaður
  • Hjálpartæki - aðlögun og þjálfun