Kópar

Þjálfun í hóp í sundlaug fyrir börn á leikskólaaldri. Ætlað börnum sem hafa þörf fyrir að bæta sjálfsöryggi og færni í vatni.

Markmið:

  • Koma sér í og uppúr lauginni
  • Aðlögun að vatni og vellíðan
  • Geta slakað á í vatninu – fljóta
  • Að læra að blása í vatnið  og kafa
  • Að vera sjálfbjarga í vatni með kúta
  • Undirbúningur fyrir sundkennslu

Námskeiðslýsing:
Foreldrar /fylgdarmaður fylgja barninu í búningsklefa og aðstoða það við klæðnað bæði á leið í laug og taka á móti því þegar það kemur úr sturtu eftir sundtímann.

Óskað er eftir þátttöku foreldra/leikskólastarfsmanns í sundlauginni annað hvert skipti og gerð verður áætlun um það í upphafi námskeiðs.

Ætlast er til að þau börn sem nota bleiu séu í lokuðum sundbuxum undir sundfötum.

Þjálfun er miðuð að getu hvers og eins og fer fram í gegnum leik þar sem  áhersla er lögð á samveru, samskipti, skynjun og vellíðan.


Staður:
Sundlaug Æfingastöðvar, Háaleitisbraut 13

Tími:
1x í viku, 30- 45 mín. í senn í lauginni, 10-14 skipti

Námskeið á haust- og vorönn

Umsjón:
Sigrún Johnson sjúkraþjálfari.