Skólahópur

Undirbúningur fyrir upphaf skólagöngu fyrir börn á síðasta ári í leikskóla (5-6 ára). Lögð er áhersla á farsæla þátttöku í skólatengdum athöfnum.

Markmið

  • Efla grip og beitingu með skriffæri og skæri
  • Efla einbeitingu og úthald við skólatengdar athafnir
  • Efla jákvæð samskipti með þátttöku í hópleikjum
  • Biðja um aðstoð
  • Meðtaka fyrirmæli og fara eftir reglum
  • Huga að set- og vinnustöðu
  • Efla sjálfstraust og þor
  • Efla líkamsvitund

Námskeiðslýsing:
Markmið þjálfunarinnar er að undirbúa börnin undir þátttöku í fjölbreyttum athöfnum í skóla. Tímarnir fara að hluta til fram inn í stofu og í hreyfisal. Hver tími er þematengdur þar sem börnin læra að fylgja reglum sem almennt gilda í skólum.

Áherslu er lögð á að efla fínhreyfifærni og félagsfærni í gegnum spil, leiki og verkefni. Hámark 6 börn í hverjum hópi.

Staður:
Æfingastöðin, Háaleitisbraut 13

Tími:
2x í viku, 60 mín. í senn, 12-14 skipti.

Námskeið á haust- og vorönn.

Umsjón:
Guðlaug Þórlindsdóttir iðjuþjálfi.


 
Til baka í yfirlit hópa