Ævintýranámskeið Reykjadals

Í sumar ætlar Reykjadalur að halda ævintýranámskeið fyrir börn og ungmenni með fötlun og/eða sérþarfir á höfuðborgarsvæðinu. Unnið er eftir hugmyndafræði sumarbúðanna í Reykjadal. Gleði, jákvæðni og ævintýri lýsa starfinu í Reykjadal vel. Þar er haft að leiðarljósi að ekkert sé ómögulegt og ævintýrin látin gerast. ​Við leggjum áherslu á að hver og einn einstaklingur njóti sín á sínum forsendum og sé fremstur meðal jafningja. 

Tímabil:

6.-10. júlí

13.-17. júlí

20.-24. júlí

27.-31 júlí

10.-14. ágúst

Verð: 10.000 kr.,- fyrir vikudvöl. Innifalið í verðinu er hádegismatur, morgun- og síðdegishressing.

Tími: Skipulögð dagskrá er frá kl. 9-16. Boðið er upp á gæslu frá 8-9 og 16-17 svo allir ættu að geta fundið hentugan viðverutíma.

Aldur: 0-18 ára

ATH - Raðað er á námskeiðin með aldur og vináttu að leiðarljósi. Því er ekki hægt að lofa hvaða viku barnið fær úthlutað en við reynum eftir fremsta megni að koma til móts við þarfir allra.

Sæktu um hér