Reykjadalur

Við sköpum ævintýri

 

Gleði, jákvæðni og ævintýri lýsa vel starfseminni í Reykjadal. Þar rekur Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra sumar- og helgardvalarstað fyrir fötluð börn og ungmenni. 

Í Reykjadal er börnum og ungmennum sem þurfa sérstaka þjónustu vegna fötlunar gefið tækifæri til að njóta sumardvalar og skapa ógleymanlegar minningar. Árlega koma um 250 einstaklingar í Reykjadal á aldrinum 8-21 árs. Gott aðgengi og góður aðbúnaður einkennir húsnæði Reykjadals í Mosfellsdalnum og á hverju ári reynum við að bæta þjónustu okkar og aðstöðu. Styrkir, gjafir og fjárveitingar einstaklinga og fyrirtækja spila stórt hlutverk í allri uppbyggingu. 

 

Frá maílokum fram í miðjan ágúst er boðið upp á sumardvöl og yfir vetrarmánuðina er boðið upp á helgardvöl. Hvert barn getur dvalið í 6 -  13 daga yfir sumartímann og fengið síðan möguleikann á úthlutun á tveimur helgum yfir vetrartímann.

 

Gildi 


Í Reykjadal er hugmyndafluginu sleppt lausu og þar er haft að leiðarljósi að ekkert sé ómögulegt. Lögð er áhersla á það að allir sem þangað sækja fái að njóta sín á sínum eigin forsendum og skemmti sér í góðra vina hópi. 

 

 

Sækja þarf um sumardvöl fyrir 1. febrúar ár hvert og vetrardvöl fyrir 1. september.

 

Hér má nálgast Umsóknareyðublað

 

Forstöðumaður Reykjadals er Margrét Vala Marteinsdóttir. Hægt er að ná í hana í síma 535-0907 eða með því að hringja í Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra í síma 535-0900.

Símanúmer í Reykjadal er: 566 6234 


Netfang reykjadalur@slf.is