Reykjadalur

Við sköpum ævintýri

 

Gleði, jákvæðni og ævintýri lýsa vel þeirri starfsemi sem fram fer í Reykjadal. Þar rekur Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra sumar- og helgardvalarstað fyrir fötluð börn og ungmenni.

Í Reykjadal eiga börnin ævintýralega dvöl í frábæru umhverfi. Lögð er áhersla á íþróttir og leiki, útivist og sköpun. Sundlaug og heitur pottur eru á staðnum auk þess sem alltaf eru hestar í Reykjadal.

Árlega dveljast um 250 börn í Reykjadal á aldrinum 8-21 árs. Börnin koma alls staðar að af landinu.

Frá maílokum fram í miðjan ágúst er boðið upp á sumardvöl og yfir vetrarmánuðina er boðið upp á helgardvöl. Hvert barn getur dvalið í sex daga eða 13 daga yfir sumartímann og tvær helgar yfir vetrartímann.

Sækja þarf um sumardvöl fyrir 1. febrúar ár hvert og vetrardvöl fyrir 1. september.

 

Hér má nálgast Umsóknareyðublað

 

Forstöðumaður Reykjadals er Margrét Vala Marteinsdóttir. Hægt er að ná í hana í síma 535-0907 eða með því að hringja í Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra í síma 535-0900.
Netfang reykjadalur@slf.is.