Vetrardvöl

Yfir veturinn er starfsemi um helgar í Reykjadal. Hefst starfsemin í september og er fram í nóvember. Í lok janúar hefst svo starfsemin aftur og er fram í mars.

 

Fyrir hverja?

Í Reykjadal koma fötluð börn og ungmenni alls staðar að af landinu. Flest eru á aldrinum sex ára til tvítugs.  Þau börn og ungmenni sem hafa rétt á sumardvöl hafa almennt einnig rétt á tveimur helgum í vetrardvöl. Á veturna höfum við örlítið meira svigrúm og höfum því reynt að bjóða þeim, sem ekki koma lengur í sumardvöl vegna aldurs og sækjast sérstaklega eftir því, helgardvöl.

 

Umsóknarfrestur fyrir vetrardvöl er til 1. september ár hvert.  Athugið að umsóknin gildir bæði fyrir dvöl fyrir og eftir áramót. Tekið skal fram að hægt er að senda inn umsókn um dvöl utan þess tíma og reynum við þá að verða við óskum um dvöl eftir bestu getu. 
 

 

Brottför - koma 

Tekið er á móti helgargestum í Reykjadal stundvíslega kl. 19:00 á föstudögum. Mikilvægt er að mætt sé á réttum tíma til að allir fái sem best notið dvalarinnar. Sækja skal gesti á milli kl. 15:00 og 16:00 á sunnudegi á sama stað. 

Í farteskinu þarf að vera:

  • Sængurföt þ.e.utan um sæng og kodda (ekki lak)
  • Náttföt
  • Tannbursti og tannkrem
  • Útiföt
  • Sundföt (ekki handklæði)
  • Föt til skiptanna
  • Þeir sem nota lyf skulu koma með þau í merktu lyfjaboxi eða lyfjarúllum.
  • Mikilvægt er að allt sé vel merkt. Munið að merkja líka sængurföt.

 

Gjald

Upplýsingar um verð á helgardvöl er hægt að fá á skrifstofu félagsins í síma 535-0900. 
Hægt er að greiða á skrifstofu SLF eða hringja og greiða með greiðslukorti eða með millifærslu. Greiða þarf í síðasta lagi viku fyrir brottför. 
Athugið, ef ekki er greitt viku fyrir helgardvöl er litið svo á að viðkomandi ætli ekki að þiggja dvölina og plássinu úthlutað að nýju.