Æfingastöðin áfram opin

Skjáskot af upplýsingaplakati Almannavarna
Skjáskot af upplýsingaplakati Almannavarna

Áfram verður opið á Æfingastöðinni þrátt fyrir hertar sóttvarnarreglur. Við erum heilbrigðisstofnun og leitum allra leiða til þess að veita okkar mikilvægu þjónustu. Við gætum að sóttvörnum og fylgjum nýjustu leiðbeiningum Almannavarna og sóttvarnarlæknis.

Í ljósi hertra sóttvarnarreglna tökum við upp þessar reglur:

  • Foreldrum er ekki heimilt að koma í húsið nema í undantekningartilfellum í samráði við þjálfara. Tekið er á móti börnum í anddyrinu. 
  • Vinsamlegast berið grímu þegar komið er með barnið.
  • Börnum fæddum 2014 eða fyrr er skylt að nota grímu á meðan á þjálfun stendur.

Við biðlum til skjólstæðinga okkar að afboða tíma ef þeir hafa flensulík einkenni eða hafa minnsta grun um COVID-19 smit.

Á Æfingastöðina koma einstaklingar sem eru í áhættuhópi og biðjum við þá og aðstandendur þeirra að meta hvort rétt sé að koma í þjálfun eða fresta tímanum í síma 535-0900. Einnig er hægt að senda þjálfurum tölvupóst.

Við þökkum sýndan skilning. Við erum öll í þessu saman.

Hér má nálgast upplýsingar um hertar sóttvarnarreglur.