Æfingastöðin og skrifstofa SLF loka vegna sumarleyfa

Lokað verður á Æfingastöðinni og skrifstofu Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra frá og með 15. júlí til 6. ágúst. Við þökkum kærlega fyrir veturinn og fyrir sumarstarfið. Hlökkum til að sjá ykkur hress og kát eftir sumarfríið. 

Ákveðið hefur verið að meðan á sumarleyfi stendur mun netverslun á Reykjadalspeysum flytjast yfir í Reykjadal svo hægt verður að sækja pantanir þangað á þessu tímabili.