Afhending Kærleikskúlunnar 2018

Afhending Kærleikskúlunnar 2018 mun fara fram á Kjarvalsstöðum miðvikudaginn 5. desember kl. 11. Kærleikskúla ársins er eftir Elínu Hansdóttur og ber heitið Terrella. Á hverju ári er valinn sérstakur handhafi kærleikskúlunnar sem fær hana í viðurkenningarskyni fyrir störf sín í þágu fatlaðra í samfélaginu. 

Eliza Reid forsetafrú verður gestgjafi á afhendingunni og bjöllukór tónstofu Valgerðar mun leika vel valin jólalög. 

Forsöngur  mun hefjast kl. 10:30 og léttar veitingar verða í boði að athöfn lokinni. 

 
Kærleikskúlan og jólaóróinn fara í sölu samdægurs.