Afþökkuðu afmælisgjafir og gáfu Reykjadal rúmlega hálfa milljón

Guðlín og Magnús Þór
Guðlín og Magnús Þór

Hjónin Guðlín Steinsdóttir og Magnús Þór Magnússon héldu upp á 40 ára afmæli sín á dögunum og afþökkuðu gjafir en hvöttu veislugesti til þess að leggja inn á söfnunarreikning Reykjadals. Það söfnuðust rúmlega 500 þúsund krónur í því tilefni afmæla þeirra hjóna.

Við erum orðlaus yfir þessari einstöku gjöf og sendum þeim hjónum bestu afmæliskveðjur og hjartans þakkir!

Peningunum verður varið í uppbyggingu útisvæðisins í Reykjadal. Við erum nú þegar byrjuð að gera upp lóðina okkar sem brýn þörf er á. Hægt er að fylgjast með uppbyggingunni á Facebooksíðu Reykjadals.