Allur ágóði af WOW Cyclothon 2019 mun fara til Reykjadals!

Frá því að WOW Cyclothon hóf göngu sína fyrir sjö árum síðan, hafa keppendur safnað áheitum sem hafa síðan runnið til góðs málefnis. Í ár hefur verið ákveðið að áheit sem safnast í WOW Cyclothoninu 2019 muni renna óskipt til Sumarbúðanna í Reykjadal.

Í ár hefur verið ákveðið að áheit sem safnast í WOW Cyclothoninu 2019 muni renna óskipt til Sumarbúðanna í Reykjadal.

Sumarbúðirnar í Reykjadal eru reknar af Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra. Árlega koma um 250 börn og ungmenni í dvöl, en dvalargestir eiga það allir sameiginlegt að eiga ekki völ á hefðbundinni sumardvöl vegna fötlunar. Markmið Reykjadals er að gefa þeim sem þurfa sérstaka þjónustu kost á að njóta þeirra upplifana og ævintýra sem slíkar dvalir fela í sér. Um leið er haft að markmiði að hver og einn njóti sín á sínum eigin forsendum í góðra vina hópi. Allt uppbyggingarstarf Reykjadals byggist á velvild almennings, fyrirtækja og félaga og hefur sú velvild skipt gríðarlegu máli fyrir starfsemina og gert Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra kleift að byggja upp aðstöðu sumarbúðanna og bæta þjónustuna ár frá ári. Áheit WOW Cyclothon yrðu mikil lyftistöng fyrir uppbyggingu Reykjadals, en áætlað er að nýta ágóða söfnunarinnar í mikla og þarfa viðbyggingu við sumarbúðirnar sem mun bæta aðstöðuna til muna.

Frá upphafi WOW Cyclothon árið 2012, hafa safnast yfir 92 milljónir króna fyrir hin ýmsu góðu málefni. Undanfarin tvö ár hafa áheit keppenda runnið til Slysavarnarfélagsins Landsbjargar, og á því tímabilið safnaðist tæpar 35 milljónir. Í ár er ætlunin að rjúfa hundrað milljóna króna múrinn.

 

 WOW Cyclothon keppnin er rekin af sjálfseignarstofnun sem er aðskilin rekstri flugfélagsins að öllu leyti, gjaldþrot flugfélagsins  WOW air hefur því ekki áhrif á keppnina í ár.