Auglýst eftir umsóknum um styrki úr sjóð Kristínar Björnsdóttur

Sjóður Kristínar Björnsdóttur fyrrverandi starfsmanns Sameinuðu þjóðanna, auglýsir nú eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum fyrir árið 2019. Umsóknarfrestur er til 1. júní 2019   

Tilgangur sjóðsins er aðallega að aðstoða fötluð börn og unglinga til menntunar og sérmenntunar þeirra í samræmi við hæfni þeirra og möguleika, þannig að þau fái sem líkasta uppvaxtarmöguleika og ófötluð börn.

 

Umsóknir um styrki úr sjóðnum, í samræmi við ofangreind markmið, ásamt upplýsingum um umsækjendur sendist til:

Stjórn Sjóðs Kristínar Björnsdóttur,

fyrrverandi starfsmanns Sameinuðu þjóðanna.

Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra

Háaleitisbraut 11-13


Nánari upplýsingar er hægt að fá  hjá framkvæmdastjóra í síma 5350900