Dominos styrkir Reykjadal með sölu góðgerðarpizzunnar

Í dag setti Dominos í sölu sérstaka góðgerðarpizzu til styrktar Reykjadal sem stjörnukokkurinn Hrefna Sætran setti saman. Pizzan verður á matseðli til og með 27. október næstkomandi en öll salan af góðgerðarpizzunum rennur óskipt til Reykjadals.

Peningurinn sem safnast verður notaður til þess að gera endurbætur á útisvæði sumarbúðanna. Draumurinn er að safna fyrir ærslabelg og sandkassa sem er sérhannaður fyrir börn í hjólastól.

Á góðgerðarpizzunni er teriyaki kjúklingur, yuzu jalapeno sósa, spínat, laukur og sveppir. Þú getur pantað pizzuna með því að smella hér. 

Við þökkum Dominos þennan mikilvæga stuðning og hvetjum alla til þess að gæða sér á pizzunni og styrkja gott málefni um leið.

 

   
   

 

Draumurinn er að safna fyrir ærslabelg og sandkassa með aðgengi fyrir alla