Spá um aftakaveður kemur í veg fyrir helgardvöl

Skjáskot af vef Veðurstofu Íslands www.vedur.is
Skjáskot af vef Veðurstofu Íslands www.vedur.is

Vegna verulega slæmrar veðurspár hefur verið ákveðið að fella niður helgardvöl í Reykjadal um helgina. Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun víðast hvar á landinu, alla helgina. Okkur þykir miður að þurfa að fella niður dvölina og vitum að margir voru farnir að hlakka verulega til. Þessi ákvörðun er þó óhjákvæmileg og var tekin eftir samtal við veðurfræðing á Veðurstofu Íslands.

Við munum reyna að leita leiða til þess að bjóða gestum sem áttu að koma í Reykjadal um helgina upp á dvöl síðar í vetur.