Við leitum að aðstoðarmanni sjúkraþjálfara í fullt starf

Við hjá Æfingastöðinni leitum að aðstoðarmanni sjúkraþjálfara í 100% starf frá 1. febrúar 2017.

Starfið felur í sér aðstoð við þjálfun en meirihluti skjólstæðinga eru börn á öllum aldri. Einnig felst starfið í allri almennri aðstoð við skjólstæðinga og þrifum í meðferðarrými. Mikilvægt er að viðkomandi hafi reynslu eða áhuga á starfi með börnum og menntun í íþróttafræðum er kostur. Óskað er eftir öflugum, jákvæðum starfsmanni sem er góður í mannlegum samskiptum og samvinnu.

Hlutverk Æfingastöðvarinnar er að efla börn og ungmenni með skerta færni og stuðla að virkri þátttöku þeirra í samfélaginu. Unnið er eftir hugmyndafræði um fjölskyldumiðaða þjónustu.

Æfingastöðin er sjálfstæð heilbrigðisstofnun, rekin af Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra sjá nánar á www.aefingastodin.is

Nánari upplýsingar um starfið veitir Áslaug Guðmundsdóttir yfirsjúkraþjálfari í síma 535-0900 eða í tölvupósti á asa@slf.is.

Hér er hægt að sækja um starfið.