Við leitum að sjúkraþjálfara

Við hjá Æfingastöðinni leitum að sjúkraþjálfara í 80%-100% starf til afleysingar í eitt ár frá 1.nóvember 2017 eða eftir samkomulagi.

Frumkvæði, sjálfstæði í vinnubrögðum og góð samskiptahæfni er nauðsynleg. 

Hægt er að sækja um hér.


Meginhlutverk Æfingastöðvarinnar er að efla börn og ungmenni með skerta færni og stuðla að virkri þátttöku þeirra í samfélaginu. Einnig sækja þjónustu á Æfingastöðina fullorðið fólk með fötlun eða parkinson sjúkdóm.  Sjúkraþjálfarar vinna í nánu samstarfi við iðjuþjálfa á eldra og yngra teymi. Staðan sem um ræðir tilheyrir eldra teymi sem sinnir skjólstæðingum frá 6 ára aldri. Nánar hér.

Nánari upplýsingar veitir Áslaug Guðmundsdóttir yfirsjúkraþjálfari í síma 535-0905 eða á asa@slf.is.