Færði Reykjadal gjöf frá langömmu á Lokaballinu

Eríka Ýr að veita Andrési forstöðumanni Reykjadals gjöfina viðtöku. Á myndinni er einnig Védís Katla…
Eríka Ýr að veita Andrési forstöðumanni Reykjadals gjöfina viðtöku. Á myndinni er einnig Védís Katla vinkona Eiríku.

Söngur, dans og taumlaust stuð einkenndi Lokaball Reykjadals sem haldið var síðastliðinn sunnudag. Hljómsveitin Dixon lék fyrir dansi ásamt svo komu leynigestirnir Chase og Jóa Pé ásamt Stefaníu Svavars. A og B vakt tróðu svo upp með skemmtiatriðum sem slógu í gegn!

Hér má sjá skemmtiatriði A vaktar og B vaktar með því að smella hér.

Reykjadal barst gjöf á ballinu. Eríka Ýr færði forstöðumanni Reykjadals 400.000 kr. sem Gullý langamma hennar gaf Reykjadal nýverið í tilefni af áttræðisafmæli hennar. Við þökkum kærlega fyrir!

Fjölmörg fyrirtæki lögðu til á hlaðborðið sem var ansi girnilegt. Kærar þakkir Emmessís, Kjörís, Kaffitár, Mosfellsbakarí, Vífilfell, Arka, Nói Siríus, ÓJ&K, Partýbúðin, Danol, Rekstrarvörur og Stórkaup. Einnig viljum við þakka öllum þeim sem hjálpuðu til og þeim tónlistarmönnum og skemmtikröftum sem komu fram. Síðast en ekki síst þökkum við öllum þeim gestum sem mættu og héldu uppi taumlausri gleði og stemmningu!

Myndir frá Lokaballinu má sjá á Facebooksíðu Reykjadals.