Færðu Reykjadal styrk í stað þess að senda út jólakort

Attentus ráðgjafaskrifstofa ákvað fyrir jólin 2018 að veita sumarbúðunum okkar í Reykjadal styrkveitingu. Styrkveiting þessi kemur í stað þess að fyrirtækið kaupi og sendi út jólakort. Margrét Vala Marteinsdóttir, forstöðumaður Reykjadals, fór í heimsókn til Attentus í desember og tók á móti styrknum fyrir hönd Reykjadals. Styrkur þessi mun vera nýttur í kaup á nýju hljóðkerfi á sundlaugarsvæði Reykjadals svo þar verði hægt að halda ótal sundlaugarpartý. Þessi styrkur er því kærkomin jólagjöf en sundlaug Reykjadals er mikið nýtt yfir bæði sumartímann og í vetrardvölum.