Gaf Reykjadal verðlaunaféð í golfmóti Hreint

Ari Þórðarson framkvæmdastjóri Hreint, Margrét Vala Marteinsdóttir forstöðumaður Reykjadals og Gunna…
Ari Þórðarson framkvæmdastjóri Hreint, Margrét Vala Marteinsdóttir forstöðumaður Reykjadals og Gunnar Jóakimsson, sigurvegari í golfmóti Hreint.

Gunnar Jóakimsson bar sigur úr býtum á golfmóti Hreint sem haldið var í sumar. Þetta er í fimmta sinn sem Hreint heldur golfmót fyrir viðskiptavini sína, birgja og velunnara en fær sigurvegari mótsins að velja sér góðgerðarmálefni til þess að styrkja með verðlaunafénu, sem er 150.000 krónur. 

Gunnar kom í gær og færði Margréti Völu Marteinsdóttur, forstöðumanni Reykjadals styrkinn, ásamt Ara Þórðarsyni framkvæmdastjóra Hreint. Margrét Vala þakkaði kærlega fyrir hlýjan hug til Reykjadals og sagði að styrkurinn kæmi að góðum notum.