Hafa tekið saman lista yfir tómstundaúrræði

Nýr listi með upplýsingum um tómstundaúrræði má nú finna sem fræðsluefni á síðunni. Harpa Örlygsdóttir iðjuþjálfi tók listann saman ásamt Bríeti Bragadóttur og Pétri Eggertssyni sjúkraþjálfurum.

Markmiðið er að gefa foreldrum barna með sérþarfir hugmyndir að námskeiðum og tómstundum sem í boði eru. Ekki henta öll námskeið öllum og því er mikilvægt að kynna sér námskeiðin vel áður en sótt er um þau.

Athugið að námskeiðin eru ekki á vegum Æfingastöðvarinnar.

Hér er hægt að sækja listann sem pdf skjal.