Hefur þú brennandi áhuga á matargerð og vilt vinna í líflegu og skemmtilegu umhverfi

Sumarbúðirnar í Reykjadal leita að matráði til starfa í sumar. Við leitum að hugmyndaríkum, ábyrgðarfullum og hressum matráði til starfa í Reykjadal í sumar. Viðkomandi þarf ekki að vera lærður kokkur, einu hæfniskröfurnar eru brennandi áhugi á matseld.

Matráðurinn hefur yfirumsjón með eldhúsi og þarf að geta eldað fyrir 50-60 manns. Unnið er á vöktum (2-2-3).

Reykjadalur er sumar- og helgardvalarstað fyrir fötluð börn og ungmenni sem Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra á og rekur. Árlega dvelja um 250 börn í sumarbúðunum. Starfsemin hefst  í lok maí og lýkur um miðjan ágúst en starfsmenn eru um 50 talsins og vinna á tvískiptum vöktum.

Umsóknareyðublöð má finna hér.

Umsækjendur geta einnig sent ferilskrá á reykjadalur@slf.is.  Nánari upplýsingar í síma 535-0900.

Umsóknarfrestur er til 15. mars 2017.