Íþrótta - og ævintýrabúðir ÍF

Íþrótta  - og ævintýrabúðir Íþróttasambands fatlaðra munu verða haldnar í sumar í fyrsta skiptið en árið í ár markar 40 ára áfanga-afmæli íþróttasambandsins. Búðirnar eru ætlaðar þeim einstaklingum sem eru fæddir á árunum 2005-2009. 

Íþróttasamband fatlaðra hefur frá upphafi lagt upp með að efla íþróttaiðkun fatlaðra og um leið að samtvinna íþróttir við félagslegan ávinning. Íþrótta- og ævintýrabúðirnar eru haldnar í fyrsta skipti núna í sumar frá 11. -14. júní og er um tilraunverkefni að ræða. Áhersla verður lögð á ýmis konar íþróttagreinar og útiveru í búðunum en þar má meðal annars nefna sund, frjálsar og boltagreinar. 

Umsóknarfrestur er til 31. maí og þátttökugjald er 20.000 krónur. Áætlað er að það verði pláss fyrir 30 einstaklinga. 

Nánari upplýsingar er hægt að finna á heimasíðu sambandsins hér -  en þar er einnig að finna skráningarsíðu.