Íþróttaskóli ÍFR hefst á laugardaginn

Íþróttaskóli Íþróttafélag fatlaðra í Reykjavík hefst næstkomandi laugardag, 26. okt.  Kennt verður á laugardögum frá kl.11.00 til 11.50 í íþróttahúsi ÍFR, Hátúni 14. Ekkert gjald er tekið fyrir þátttöku í skólanum. 

Áhugasömum er bent á að skrá sig með því að senda tölvupóst á ifr@ifr.is 

Við skráningu þarf  nafn barnsins að koma fram, aldur, fötlun og nafn foreldra. Sjá nánar á vefsíðu Íþróttafélagsins en auglýsingu félagsins má einnig sjá hér fyrir neðan.