Kínverskt Thai chi á Æfingastöðinni

„Tai chi er mjög góð jafnvægisþjálfun og eykur stöðugleika og samhæfingu,“ segir S. Hafdís Ólafsdóttir, sjúkraþjálfari á Æfingastöðinni. Hún hefur boðið einstaklingum með Parkinsonsjúkdóm upp á Tai chi þjálfun vetur.

Tai Chi /taiji er kínverskt hreyfikerfi  þar sem unnið er með líkamstöðu, líkamsvitund, þyngdarflutning, samhæfingu og jafnvægi. Hreyfingarnar geta hjálpað til við að dýpka öndun og auka slökun sem gerist samfara því að við leitumst við að kyrra hugann. Tai Chi/ taiji hefur verið kallað hugleiðsla í hreyfingu. Hreyfingarnar eru gerðar hægt og unnið er með liðina í góðri stöðu.

Hvenær bauðst þú fyrst upp á Tai Chi þjálfun hér á Æfingastöðinni? Haustið 2016 buðum við formlega upp á Tai Chi fyrir parkinsongreinda og aðra með einkenni frá stoðkerfinu.

Hverjir eru kostir Tai Chi fyrir Parkinsonsjúka?

Þetta er mjög góð jafnvægisþjálfun og eykur stöðugleika og samhæfingu. Einstaklingar verða meðvitaðir um stöðu sína í rýminu og ég býð fólki að vera berfætt sem eykur enn á skynboðin sem við fáum í gegnum iljarnar. Þetta eru tignarlegar og fallegar hreyfingar sem gagnast í daglegu lífi, en geta líka hjálpað til við að liðka og styrkja.

Hvers vegna fórst þú út í Tai Chi? 

Aðallega af forvitni. Það var boðið upp á  Tai Chi í Kramhúsinu sumarið 1998 og ég dreif mig. Svo fór ég aftur og aftur og að lokum fanna ég  hversu gott er að læra nýjar hreyfingar t.d. til að skilja börn sem eiga í erfiðleikum með líkamsvitund og samhæfingu. Þegar við hófum að læra „gamla kerfið“ (LaoJia), lítið form með sverði  og kynnast æfingum með spjóti, kom norræni víkingurinn upp í mér og mér fannst ég eflast innar með mér. Félagsskapurinn og kennarinn skipta líka máli og í taiji kemur fólk með svipuð lífsgildi. Við erum nokkur sem höfum verið að iðka og kenna taiji um árabil. Það Tai ji  sem við stundum heitir Chen Taiji.

Hvernig er aðstaðan á Æfingastöðinni fyrir þessa þjálfun?

Hún er mjög góð, það þarf ekkert nema gott gólfpláss.

Svona er Thai chi skilgreint í bókinni Turning Silk eftir Kinthissu: taiji/taichi is the pole of the universe; Quan/Chuan which means fist,  is to have oneself within one´s grasp...... .................one who is master of the quan is master of her own energy.

Nánar á http://kinthissa.taiji.org og http://www.taichiunion.com