Könnun á þjónustu Æfingastöðvarinnar

Þessa dagana stendur yfir könnun á einstaklingsþjónstu Æfingastöðvarinnar. Við á Æfingastöðinni leggjum metnað okkar í að veita faglega og góða þjónustu. Við viljum endilega fá að vita af því ef við getum bætt okkur á einhvern hátt. Eins er það okkur mikil hvatning að vita hvað við höfum gert rétt.

Með því að vita hvað við gerum vel og hvað mætti betur fara eigum við auðveldara með að koma til móts við þarfir skjólstæðinga okkar.

Þið getið lagt okkur lið við að bæta þjónustuna með því að svara þjónustukönnuninni hér.

Könnunin er fremur stutt, tekur um 5 mín að svara. Okkur þætti vænt um ef þú gæfir þér tíma til þess að svara henni.

Takk fyrir að hjálpa okkur að bæta þjónustuna !