Molar úr starfseminni í júní

Útivist og fjör er sumarnámskeið sem iðjuþjálfar Æfingastöðvarinnar hafa boðið upp á síðastliðin ár. Í nýjasta tölublaði Mola er rætt við Hörpu Örlygsdóttur iðjuþjálfa um námskeiðið.

Einnig er sagt frá nýjum Litagarði í Reykjadal. Fjörið er í hámarki í sumarbúðunum um þessar mundir. Forsetinn kom í heimsókn á dögunum en nánar verður sagt frá heimsókninni í næsta tölublaði Mola.

Starfsfólk Reykjadals er duglegt að setja inn myndir af fjörinu á Facebooksíðu sumarbúðanna. Hér má fylgjast með því.

Hér er hægt að opna Molana.