Færðu Æfingastöðinni glænýtt æfingahjól

 

 

Rebekkustúkan Sigríður I.O.O.F. færði æfingastöðinni glæsilegt Motomed Viva2 æfingahjól á dögunum en gjöfin er frábær viðbót við æfingatæki sem notuð eru í sjúkraþjálfun á stöðinni. 

 

Motomed er rafmagnshjól sem nýtist skjólstæðingum frá 10 ára og uppúr. 

Hjólið nýtist sem venjulegt þrekhjól með stillanlegri mótstöðu og hægt er að aðlaga snúningsradíus á pedulum að mismunandi fótleggjalengd. Einnig er möguleiki á að látið hjólið hjálpa til við að hjóla og nýtist því skjólstæðingum með mjög lítinn vöðvakraft. Hreyfingin hjálpar þeim við að viðhalda og auka styrk og liðleika. Hjólið er með spasmavörn, skynjar ef skjólstæðingur fær spasma eða vöðvakrampa.

Skjárinn gefur ýmsar upplýsingar t.d. um hvort spyrnt er jafnt með báðum fótum.  Þetta gagnast vel einstaklingum með missterka fætur og hvetur þá til að nota veikari fótinn betur.


Félagar í Rebekkustúkunni Sigríði komu á Æfingastöðina og færðu framkvæmdastjóra Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra formlega gjafabréf fyrir hjólinu og fengu að fræðast um það starf sem er unnið á Æfingastöðinni á degi hverjum. 


Motomed æfingahjólið skoðað

Við þökkum þeim kærlega fyrir þessa nytsamlegu gjöf sem mun halda áfram að gefa.