Reiknistofa Bankanna styrkir Reykjadal

Á hverju ári framkvæmir RB eða Reiknistofa bankanna, þjónustukönnun á meðal sinna viðskiptavina og fyrir hvert svar sem þau hafa fengið í könnuninni er gefinn styrkur til góðs málefnis.  Í kynningu til viðskiptavina var sagt frá því að í ár myndu þau styrkja sumarbúðir okkar í Reykjadal. 
Svarhlutfallið hefur víst aldrei verið hærra í þjónustukönnun þeirra frá upphafi og hlaut Reykjadalur styrk upp á 250 þúsund. 
Þessi styrkur mun nýtast vel fyrir sumarið en undirbúningur er hafinn fyrir sumardvalir 2019 og mikið sem þarf að laga og bæta!