Reykjadalur fær úthlutun frá félags - og barnamálaráðherra

Ásmundur Einar Daðason, félags - og barnamálaráðherra veitti Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra tvo styrki sem eru ætlaðir starfseminni í Reykjadal. Einn styrkurinn snýr að dvöl barna í Reykjadal og hinn er fyrir námskeiðshald og fræðslu sem ætlað er starfsfólki Reykjadals sumarið 2019. 

Styrkir voru veittir til 47 verkefna félagasamtaka þann 8. mars síðastliðinn. Verkefnin sem hlutu styrk eru af ýmsum toga en áhersla var lögð á verkefni sem tengdust málefnum barna og snemmtækri íhlutun. Ráðherra sagði í ávarpi sínu við afhendingu styrkjanna í Hannesarholti að mikilvægt væri að hlúa að starfsemi félagasamtaka og að framlag þeirra til heildstæðrar velferðarþjónustu væri mjög dýrmætt. 

Meira um styrkveitinguna má lesa í frétt stjórnarráðsins hér.