Reykjavíkurmaraþonið 2018

Klapplið Reykjadals og SLF
Klapplið Reykjadals og SLF

Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka 2018 fór fram laugardaginn 18. ágúst og voru um 60 hlauparar sem söfnuðu áheitum fyrir Styrktarfélagið eða starfsemi Reykjadals. Söfnun gekk einstaklega vel og var blíðviðri, góð stemming og mikið um manninn á hlaupdag. Við þökkum hlaupurum kærlega fyrir framlag sitt og stuðning og öllum þeim sem lögðu  á einhvern hátt lið. Klapplið Reykjadals og SLF var eiturhresst og passaði að hvetja sitt fólk áfram á hliðarlínunni í blússandi partýgír ásamt lukkudýrinu Hvata hvolp.