Rúmar fimm milljónir söfnuðust vegna sölu Góðgerðarpizzu Dominos

Birgir Örn Birgisson framkvæmdastjóri Dominos, Margrét Vala Marteinsdóttir forstöðumaður Reykjadals …
Birgir Örn Birgisson framkvæmdastjóri Dominos, Margrét Vala Marteinsdóttir forstöðumaður Reykjadals og Hrefna Sætran meistarkokkur

Dominos pizza færði Reykjadal rúmar fimm milljónir króna í dag sem söfnuðust vegna sölu góðgerðarpizzunnar. Peningnum verður varið í endurbætur á útileikvelli. Meðal annars eru uppi eru áform um að reysa sandkassa með greitt aðgengi fyrir hjólastóla.

Birgir Örn Birgisson framkvæmdastjóri Dominos og Hrefna Sætran stjörnukokkur sem setti saman pizzuna færðu Margréti Völu Marteinsdóttur ávísun upp á  5.101.309,- kr. vegna sölunnar.

Við þökkum Dominos kærlega fyrir þessa góðu gjöf og hlökkum til að bjóða þeim í heimsókn að skoða leikvöllinn þegar hann verður tilbúinn. Við þökkum jafnframt öllum þeim sem keyptu góðgerðarpizzuna og lögðu þannig fé í söfnunina en öll salan af góðgerðarpizzunni rann til okkar. Einnig viljum við þakka formönnum stjórnmálaflokkanna fyrir að vekja máls á söfnuninni með því að birta mynd af sér með góðgerðarpizzuna. Síðast en ekki síst þökkum við Hrefnu Sætran fyrir að setja saman þessa ljúffengu pizzu.