Pottaskefill og SÝN eru nú fáanleg um land allt

Pottaskefill þjófstartaði og er kominn til byggða og beint í verslanir um land allt. Kærleikskúlan SÝN eftir Sigurð Árna Sigurðsson er einnig komin í verslanir. Pottaskefill, sem hannaður er af Signýju Kolbeinsdóttur, og SÝN verða til sölu frá 2. - 16. desember.

Það má nálgast SÝN og eldri Kærleikskúlur ásamt Pottaskefli og öðrum meðlimum jólasveinafjölskyldunnar sem færðir hafa verið í stál fyrir Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra í netverslun eða hjá okkur að Háaleitisbraut 13. Einnig má panta kúlur og óróa í síma 535-0900. Opnunartími er frá 8-16.

Söluaðilar taka enga þóknun fyrir sölu á Kærleikskúlunni og jólaóróanum og hafa aldrei gert. Við þökkum söluaðilum fyrir ómetanlegan stuðning og velvilja í gegnum árin. Eftirfarandi aðilar selja Kærleikskúluna SÝN og Pottaskefil í ár. Casa, Epal, Hafnarborg, Húsgagnahöllin - Reykjavík og Akureyri, Kokka, Kraum, Hafnarhúsið, Kjarvalsstaðir, Litla jólabúðin, Líf & list, Móder, Snúran, Þjóðminjasafnið, Blóma- og gjafabúðin Sauðárkróki, Blómastofna Glitbrá Reykjanesbæ, Norska húsið í Stykkishólmi, Póley Vestmannaeyjum, Valrós Akureyri og Blómaval um land allt.