Smitvarnir vegna COVID-19

Leiðbeiningar Landlæknis um handþvott.
Leiðbeiningar Landlæknis um handþvott.

Í ljósi þeirra fordæmalausu aðstæðna sem nú hafa skapast vegna COVID-19 kórónaveirunnar viljum við biðla til skjólstæðinga okkar að gæta varúðar og koma ekki til okkar sé minnsti grunur á smiti fyrir hendi. Einnig óskum við eftir að aðstandendur komi ekki inn í húsið sé grunur á smiti fyrir hendi. Á Æfingastöðina koma viðkvæmir einstaklingar og við viljum gera allt sem í okkar valdi stendur til að koma í veg fyrir smit.

Við biðjum ykkur um að sýna þessu skilning. 

Við höfum gripið til ráðstafana, fylgjum fyrirmælum Almannavarna og fylgjumst með stöðunni á hverjum tíma. Þá fylgjum við leiðbeiningum Landslæknis fyrir einstaklinga sem vinna í framlínu sjá hér.