Stefán Konráðsson starfsmaður er fallinn frá

Stefán Konráðsson eða Stebbi Sendill eins og við þekktum hann öll ár er fallinn frá.

Stebbi hefur starfað fyrir Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra síðustu fimmtán ár sem póstsendill, en hann kom í húsið þegar Þroskahjálp flutti á Háaleitisbraut árið 2004. Stebbi lést úr hjartaáfalli síðastliðinn föstudag og hryggir það okkur öll að missa góðan vin og samstarfsmann.
Stebbi var skemmtilegur og litríkur einstaklingur, hann hafði lag á því að láta fólki líða vel í kringum sig, var jákvæður og óspar á hrósið á hverjum degi. Mættu margir tileinka sér sömu bjartsýni og velhug. 
Hann sat oft löngum stundum á biðstofunni á spjalli við þá sem þar sátu, en Stebbi var félagslyndur og herramaður mikill í fasi og í klæðaburði. Við tiltektir vildi hann sjá um að panta bíl og oftar en ekki fór hann með bílstjóranum á Sorpu til að sjá til þess að verkið yrði vel unnið. Hann var hjálpsamur, trygglyndur og með gott skopskyn. Eitt sinn titlaði hann sjálfan sig sem sérlegan aðstoðarmann framkvæmdastjóra og sinnti hann því starfi ávallt af miklum sóma.
Eftir stendur minning um einstaklega hjartahlýjan og skemmtilegan mann.

Innilega þakkir fyrir allt kæri Stebbi, hvíl í friði. 

 

Útför Stebba fer fram frá Digraneskirkju föstudaginn 18. janúar kl. 15:00.