Stekkjastaur á Austurvelli og í Berlín

Stekkjastaur er jólaórói Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra árið 2018 en hann var afhjúpaður við tendrun Oslóartrésins á Austurvelli sunnudaginn 2. desember. Skapar hann sér þar með sess sem þréttándi óróinn í seríu félagsins. Stekkjastaur er samt sem áður sá bræðranna sem kemur fyrstur til byggða, eins og alkunnir vita, og hefur hann loks fengið það hlutverk að hringja inn aðvetuna með því að prýða Oslóartréð á Austurvelli. Dögg Guðmundsdóttir hannaði óróann og Dagur Hjartarson samdi kvæðið sem fylgir með sveininum stirða og ber það einfaldlega titilinn "Stekkjastaur". Dagur frumflutti kvæðið á tendruninni.

 


Stekkjastaur

 

En Stekkjastaur fer víða og stundum yfir Atlandshafið ef þess er þörf, en hann fær einnig að njóta sín í góðum hópi bræðra sinna á sameiginlega jólatré norrænu sendiráðanna í Berlín þetta árið. Tréð stendur á Felleshus-torginu og var kveikt á því með viðhöfn föstudaginn 30. nóvember. "Við erum  hæstánægð með að hafa tækifæri til að styrkja svona mikilvægt málefni og kynna í leiðinni íslenska jólahefð, hönnun og ljóðlist" sagði Jónína Sigmundsdóttir, starfsmaður sendiráðsins þar sem hún hengdi nýjasta jólasveininn í jólaóróaseríu Styrktarfélagsins á tréð, en allur ágóði af sölu óróanna rennur til starfs í þágu fatlaðra barna og ungmenna. 

 

Jólatréð skreytt með óróunum

 

 

 

 

Allur ágóði af sölunni rennur til Æfingastöðvarinnar

Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra á og rekur Æfingastöðina en þar fá börn og ungmenni sem eru með frávik í hreyfingum og þroska þjónustu. Þar starfar hópur iðju - og sjúkraþjálfara sem aðstoðar börn við að bæta færni sína í leik og í starfi. Stekkjastaur er seldur frá 5.-19. desember og mun allur ágóðinn renna til Æfingastöðvarinnar. Styrktarfélagið hefur frá upphafi fengið góðan stuðning frá Reykjavíkurborg sem skreytir Oslóartréð með óróunum ár hvert og svo frá Hönnunarmiðstöð Íslands og Rithöfundasambandinu sem hjálpa við valið á listamönnunum. Jólaóróar Styrktarfélagsins er verkefni frá árinu 2006 og er það eitt mikilvægasta fjáröflunarverkefni félagsins. 

 

 

Hér má sjá frétt frá norrænu sendiráðunum í Berlín um jólaóróana