Þjálfar Æfingastöðvarinnar á árlegu þingi um CP eftirfylgni

Gerður Gústavsdóttir og Valrós Sigurbjörnsdóttir iðjuþjálfar og Guðbjörg Eggertsdóttir og Kolbrún Kr…
Gerður Gústavsdóttir og Valrós Sigurbjörnsdóttir iðjuþjálfar og Guðbjörg Eggertsdóttir og Kolbrún Kristínardóttir sjúkraþjálfarar voru fulltrúar Æfingastöðvarinnar á þinginu.

Fjórir fulltrúar frá Æfingastöðinni fóru á árlegt þing um CP eftirfylgni(CPUP) sem haldið var í Gautaborg í byrjun október, þær Gerður Gústavsdóttir og Valrós Sigurbjörnsdóttir iðjuþjálfar og Kolbrún Kristínardóttir og Guðbjörg Eggertsdóttir sjúkraþjálfarar.

Æfingastöðin og Endurhæfing-þekkingarsetur hafa undanfarin ár boðið einstaklingum með CP eða CP lík einkenni upp á árlega eftirfylgni að sænskri fyrirmynd. CP eftirfylgni er þýtt og staðfært sænskt eftirfylgnikerfi (CP Uppföljning - CPUP) sem notað er í Svíþjóð, Noregi, Danmörku og víðar til að fylgjast með heilsu og færni einstaklinga með CP. Með CPEF skoðun getur fagfólk fylgst með þróun hjá hvejum einstaklingi og komið auga á varúðarmerki. Niðurstaða skoðunarinnar hefur áhrif á val þjálfara á meðferð hverju sinni. 

Á þinginu kynnti Guðbjörg sameiginlega ársskýrslu Endurhæfingar-þekkingarseturs og Æfingastöðvarinnar. Ríflega 600 manns sóttu CPUP þingið að þessu sinni, aðallega frá Svíþjóð en einnig voru fulltrúar annarra Norðurlanda sem nota CPEF. Aðalfyrirlesari þingsins var hinn belgíski Elegast Monbaliu en hann fjallaði um CP dyskinesi. Nánar hér.