Þú getur tekið þátt í að gera sumarið ógleymanlegt

Sala á sumarhappdrættismiðum Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra er hafin. Ágóði af sölunni gengur til sumarbúðanna í Reykjadal sem Styrktarfélagið á og rekur. Með kaupum á miðanum styður þú starfsemina í Reykjdal og tekur þannig þátt í að gera sumarið ógleymanlegt!

Miðarnir eru sendir í heimabanka og einhverjir fá miða sendan með bréfpósti. Einnig er hægt að panta miða hér eða koma á skrifstofu Styrktarfélagsins að Háaleitisbraut 13 og kaupa miða.

Vinningar eru 110 talsins, að verðmæti 39.180.000,- kr.:

1.-2. vinningur: Toyota Yaris Active Hybrid að verðmæti kr. 2.790.000 hvor bifreið*
3.-6. vinningur: Ferðavinningur frá Heimsferðum að verðmæti kr. 600.000 hver vinningur*
7.-110. vinningur: Ferðavinningur frá Heimsferðum að verðmæti kr. 300.000 hver vinningur*

Söluverð hvers miða er kr. 2.900.

Hér má sjá sýnishorn af miðanum.

Dregið verður 17. júní.

Takk fyrir stuðninginn!