Tveir nýjir í framkvæmdaráði eftir aðalfund

Guðbjörg Eggertsdóttir sjúkraþjálfari á Æfingastöðinni tekur sæti í framkvæmdaráði til eins árs. Hér…
Guðbjörg Eggertsdóttir sjúkraþjálfari á Æfingastöðinni tekur sæti í framkvæmdaráði til eins árs. Hér er hún ásamt tveimur ungum skjólstæðingum sínum.

Aðalfundur Styrkatarfélags lamaðra og fatlaðra var haldinn í gær. Balvin Bjarnason stjórarnarformaður SLF kynnti skýrslu stjórnar fyrir árið 2016 og Sigríður Helga Sveinsdóttir löggildur endurskoðandi hjá KPMG kynnti ársreikning.

Meðlimir í framkvæmdaráði sem kjörnir voru árið 2014 duttu út því kjörið er í ráðið til þriggja ára. Þau gáfu öll kost á sér á ný og voru endurkjörin nema Margrét Þórisdóttir sem ákvað að gefa ekki kost á sér eftir langa setu í framkvæmdaráði. Margrét vann um áratuga skeið á Æfingastöðinni. Hún fær innilegar þakkir fyrir hennar mikilvæga framlag í þágu fatlaðra barna og ungmenna.

Gerður Aagot Árnadóttir heimilislæknir var kjörin í ráðið og tekur við sæti Margrétar.

Kristín Björnsdóttir, doktor í fötlunarfræði, sem kjörin var í framkvæmdaráð í júní 2015 sagði sig úr ráðinu en Guðbjörg Eggertsdóttir sjúkraþjálfari á Æfingastöðinni tekur sæti hennar í ráðinu til eins árs.

Stjórn Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra kosin í ágúst 2017

Baldvin Bjarnason, formaður

Hörður Sigurðsson, varaformaður

Alda Róbertsdóttir, ritari

Bryndís Snæbjörnsdóttir, meðstjórnandi

Sara Birgisdóttir, meðstjórnandi.

 

Framkvæmdaráð SLF

 

Kosin í ágúst 2017

Bryndís Snæbjörnsdóttir                            
Steinunn Lorenzdóttir              
Hörður Sigurðsson                    
Baldvin Bjarnason  
Gerður Aagot Árnadóttir      

 

Kosin í maí 2016

Alda Róbertsdóttir                    
Auðbjörg Steinbach                  
Björg Stefánsdóttir                    
Helga Jóhannsdóttir                  
Svava Árnadóttir      

 

Kosin í júní 2015

Atli Lýðsson                             
Kristín Björnsdóttir                   
Sara Birgisdóttir                       
Sturla Þengilsson                     
Theodór Karlsson                   

 

Framkvæmdastjóri

Vilmundur Gíslason