Ungir Sveinar í Mosfellsbæ styrkja Reykjadal með kótelettukvöldi

Sólmundur Oddsson og Egill Helgason formenn UFMUS ásamt Elíasi Níelssyni þjálfara afhenda Hrefnu Rós…
Sólmundur Oddsson og Egill Helgason formenn UFMUS ásamt Elíasi Níelssyni þjálfara afhenda Hrefnu Rós Matthíasdóttur fulltrúa Reykjadals styrkinn.
Frá vinstri: Sólmundur, Elías, Hrefna og Egill.

Reykjadalur fékk í dag 250 þúsund króna styrk frá Ungmennafélaginu Ungum Sveinum í Mosfellsbæ. Féð er ágóði kótelettusöfnunarkvölds sem félagsskapurinn heldur einu sinni á ári og lætur þannig gott af sér leiða. Gjafaféð verður nýtt til uppbyggingar á útileiksvæði Reykjadals.

UMFUS eða Ungmennafélagið Ungir Sveinar er íþróttahópur í Mosfellsbæ í kringum Karlaþrekið hjá Elíasi Níelssyni í World Class. Hópurinn gerir ýmislegt annað en að sækja karlaþrektíma. „Við förum í fjallgöngur, hjólaferðir, spilum fótbolta, förum í óvissuferðir og fleira,“ segir Egill Helgason, einn félagsmanna.  „Einn að þeim viðburðum sem við tókum uppá fyrir nokkrum árum síðan að hafa einu sinni á ári er Kótilettukvöldið góða, þar sem afraksturinn hefur verið látinn ganga til góðs málefnis,“ segir Egill.

Starfsfólk Reykjadals þakkar UMFUS kærlega fyrir styrkinn.