Viltu starfa á skemmtilegasta vinnustað í heimi?

Við leitum að ungu, hressu og ábygu fólki sem vill vinna í gefandi og skemmtilegu umhverfi í sumarbúðum fatlaðra barana og ungmenna í Reykjadal.

Starfsemin hefst í lok maí og lýkur um miðjan ágúst. Einnig stendur til boða að taka helgarvaktir yfir vetrartímann. Starfsmenn eru um 50 talsins og vinna á tvískiptum vöktum. Við leitum að starfsfólki til að sinna í ummönnun, á næturvaktir og í eldhús.

Ekki er gerð krafa um menntun en áhugi er auðvitað skilyrði. Við hvetjum nema á heilbrigðis- og menntavísindasviði sérstaklega til að sækja um.

Þú getur sótt um með því að smella hér.

Allar nánari upplýsingar veitir Margréta Vala  Marteinsdóttir í síma 535-0907 eða með tölvupósti á reykjadalur@slf.is