Vinningstölur úr happdrætti birtar 28. desember

Dregið var út úr jólahappdrætti Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra 24. desember síðastliðinn.
Vinningstölur verða birtar hér á heimasíðunni þann 28. desember síðdegis. 
Við þökkum öllum kærlega fyrir þátttökuna. 

 

Happdrætti hefur lengi verið aðal fjáröflunarleið Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra.  Allt uppbyggingar- og þróunarstarf félagsins hefur byggst á velvild almennings en sú mikla velvild hefur skipt gríðarlegu máli og gert félaginu kleift að skapa þá umgjörð sem það starfar við í dag.