Fréttir

Skrifað undir í Menntasetrinu við Lækinn

Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra skrifaði í gær undir samning við Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra um ævintýranámskeið fyrir börn og ungmenni með fötlun og/eða sérþarfir í Menntasetrinu við Lækinn í Hafnarfirði.
Lesa meira

Vinningstölur í Sumarhappdrætti Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra

Dregið hefur verið í Sumarhappdrætti Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra 2021. Vinningar komu á eftirtalin númer:
Lesa meira

Valrós ný í framkvæmdaráð og stjórnin óbreytt

Aðalfundur Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra var haldinn í gær. Ársreikningur og skýrsla stjórnar voru samþykkt samhljóða. Valrós Sigurbjörnsdóttir iðjuþjálfi á Æfingastöðinni var kjörin í framkvæmdaráð. Valrós hefur starfað á Æfingastöðinni í yfir þrjátíu ár.. Að öðru leyti helst stjórn og framkvæmdaráð óbreytt:
Lesa meira

500 taka þátt í sumarverkefnum Reykjadals og enginn þarf að bíða lengur en ár

Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra skrifaði á föstudaginn undir samstarfssamning við Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra um sumarverkefni Reykjdals. Skrifað var undir samninginn í Vík í Mýrdal en þar taka fötluð börn og fjölskyldur þeirra þátt í Sumarfríi fjölskyldunnar, eitt af sumarverkefnum Reykjadals. Alls taka 500 einstaklingar þátt í einhverju af sumarverkefnum Reykjadals í sumar.
Lesa meira

Kiwanisklúbburinn Esja gaf Reykjadal einstakt hjól í tilefni af 50 ára afmæli

Kiwanisklúbburinn Esja færði Reykjadal rafmagnshjól fyrir hjólastóla í gær í tilefni af 50 ára afmæli klúbbsins. Hjólið var afhent við formlega athöfn í Reykjadal en fyrstu gestir sumarsins komu í dalinn á miðvikudaginn.
Lesa meira

Aðalfundur Styrktarfélagsins verður haldinn 3. júní kl. 17

Aðalfundur Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra verður haldinn í húsnæði félagsins að Háaleitisbraut 13, fimmtudaginn 3. júní kl. 17:00.
Lesa meira

Gaf Reykjadal rúma milljón og fjallahjól

Í gær barst Reykjadal vegleg gjöf. 1.082.150,- kr. sem söfnuðust í golf- og hjólamótinu Palla Open. Ekki nóg með það heldur bætti Palli Líndal glæsilegu fjallahjóli við gjöfina til Reykjadals. Hörður Sigurðsson formaður Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra veitti styrknum og hjólinu viðtöku í gærkvöldi og brunaði með það beina leið í Reykjadal. Fyrstu gestir sumarsins eru nefnilega væntanlegir í dag.
Lesa meira

Palla open: Golf- og hjólamót til styrktar Reykjadal og Hlaðgerðarkoti á Hlíðavelli 22. maí

Laugardaginn 22. maí fer fram Golf- og hjólamót á Hlíðavelli í Mosfellsbæ og rennur þátttökugjaldið óskipt til Reykjadals og Hlaðgerðarkots sem Samhjálp á og rekur. Mótið er hugmynd Palla Líndal sem hefur fengið stuðning frá vinum við skipulagningu en Golfklúbbur Mosfellsbæjar styður mótið með aðstöðu og utanumhaldi. Nánari upplýsingar hér að neðan:
Lesa meira

Snjóstormur fyrstu helgina í fjölskyldufríi Reykjadals

Um helgina tóku fjórar fjölskyldu þátt í helgarfríi fjölskyldunnar í Vík í Mýrdal. Helgin er sú fyrsta af sex en verkefnið er styrkt af félagsmálaráðuneytinu sem viðbrögð við félagslegum áhrifum Covid-19.
Lesa meira

„Barnið er að gera þetta fyrir hundinn“

Gunnhildur Jakobsdóttir iðjuþjálfi var gestur Spjallsins með Góðvild á dögunum en viðtal við hana var birt á Vísi í dag. Gunnhildur er menntuð í notkun dýra við íhlutun og undanfarna mánuði hefur hún tekið á móti börnum í iðjuþjálfun ásamt tíkinni Skottu sem er fyrsti vottaði þjónustuhundur á Íslandi. Í viðtalinu segir Gunnhildur frá því hvernig megi nota hunda og hesta við iðjuþjálfun og talar um starfsemi Æfingastöðvarinnar og stöðu iðjuþjálfunar hér á landi.
Lesa meira