Siðareglur SLF

Starfsfólk Styrktarfélagsins og stofnana þess skal leitast við í störfum sínum að gæta:

 

  • Réttlætis

    Réttlæti felur í sér að komið sé fram við einstaklinga af sanngirni, tillitsemi og fordómaleysi. 

  • Mannvirðingar

    Mannvirðing felur í sér að komið sé fram við alla einstaklinga sem manneskjur með réttindi sem ber að virða og verja. Tekið sé tillit til ólíkra sjónarmiða og þau virt.

  • Ábyrgðar

    Ábyrgð felur í sér að gætt sé velferðar notenda og samstarfsfólks, gætt sé heiðarleika og trúnaðar og farið sé með ábyrgum hætti með fjármuni félagsins.