Kærleikskúlan

Kærleikskúla ársins 2017 er Ūgh & Bõögâr eftir Egil Sæbjörnsson. Svona lýsir Egill tilurð verksins:

 

Ūgh & Bõögâr er fimmtánda Kærleikskúlan sem Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra gefur út. Margir af fremstu listamönnum þjóðarinnar hafa lagt félaginu ómetanlegt lið með því að skapa kúluna. Afraksturinn er fjölbreytt safn listaverka sem við erum afar stolt af. 

Tilgangurinn með sölu Kærleikskúlunnar er að auðga líf fatlaðra barna og ungmenna og rennur allur ágóði til starfsins í Reykjadal en þar dvelja fötluð börn og ungmenni í sumarbúðum og um helgar yfir vetrartímann

Kærleikskúlan er blásin glerkúla tær eins og kærleikurinn með borða í rauðum lit, lit lífskrafts og gleði, jóla og vináttu. Eins og mennirnir eru engar tvær kúlur nákvæmlega eins en allar fallegar, hver á sinn hátt.

Allur ágóði rennur til Reykjadals Sala Kærleikskúlunnar stendur yfir í 15 daga í desember. Kærleikskúlan er seld til styrktar Reykjadals þar sem fötluðum börnum og ungmennum býðst að dvelja í sumarbúðum og tvær til fjórar helgar yfir veturinn.

Dvölin í Reykjadal er börnunum og fjölskyldum þeirra afar mikilvæg. Mikið er lagt upp úr því að börnin njóti dvalarinnar til hins ýtrasta, þau upplifi ævintýri og skemmti sér í hópi jafnaldra.

Fyrri Kærleikskúlur

2003 Erró

2004 Ólafur Elíasson

2005 Rúrí

2006 Gabríela

2007 Eggert Pétursson

2008 Gjörningaklúbburinn

2009 Hreinn Friðfinnsson

2010 Katrín Sigurðardóttir

2011 Yoko Ono

2012 Hrafnhildur Arnardóttir

2013 Ragnar Kjartansson

2014 Davíð Örn Halldórsson

2015 Ragna Róbertsdóttir

2016 Sigurður Árni Sigurðsson

Kærleikskúlan er gerð í takmörkuðu upplagi. Kúlan er, eins og annað gler, brothætt og því mikilvægt að meðhöndla hana sem slíka. Best er að strjúka af henni með þurrum, mjúkum klút, án hreinsiefna.