Viðbrögð SLF og Æfingastöðvarinnar vegna COVID-19

Uppfært 25.03.2021

Áfram verður opið á Æfingastöðinni þrátt fyrir hertar sóttvarnarreglur. Við erum heilbrigðisstofnun og leitum allra leiða til þess að veita okkar mikilvægu þjónustu. Við gætum að sóttvörnum og fylgjum nýjustu leiðbeiningum Almannavarna og sóttvarnarlæknis.

Allt hópastarf fellur niður fram yfir páska

Í ljósi hertra sóttvarnarreglna tökum við upp þessar reglur:

  • Foreldrum er ekki heimilt að koma í húsið nema í undantekningartilfellum í samráði við þjálfara. Tekið er á móti börnum í anddyrinu og hámark 10 manns í anddyrinu. 
  • Vinsamlegast berið grímu þegar komið er með barnið.

Við biðlum til skjólstæðinga okkar og aðstandenda þeirra að afboða tíma séu þeir með flensueinkenni eða hafa verið í samskiptum við fólk sem hefur sýkst af veirunni. Hægt er að afboða í síma 535-0900 eða með því að senda tölvupóst á þjálfara.

Á Æfingastöðina koma einstaklingar sem eru í áhættuhópi og biðjum við þá og aðstandendur þeirra að meta hvort rétt sé að koma í þjálfun eða fresta tímanum í síma 535-0900. Einnig er hægt að senda þjálfurum tölvupóst.

Að gefnu tilefni biðjum við þá sem hafa verið erlendis að koma ekki í þjálfun fyrr en seinni skimun er lokið.

 

Gagnlegir tenglar:

Upplýsingar um hertar sóttvarnarreglur